10.7.2008 | 02:29
Ný bambusmotta
Það er frekar lítil hreyfing á þessu bloggi hjá mér. Kannski maður fari bara að hætta þessu. Og þó. Ætli ég sé ekki bara að bíða eftir að eitthvað virkilega spennandi gerist. Það hefur ekkert sérstaklega spennandi átt sér stað síðustu daga. Og þó, ég keypti mér mottu á mánudaginn. Það gerist víst ekki á hverjum degi. Mig hafði vantað eitthvað á flöt í herberginu mínu og hugsaði að bambusmotta myndi passa vel. Svo ráfaði ég einhvern veginn inn í Byko á Fiskislóð og þar var bara verið að selja svona mottur. Þær voru að vísu dálítið dýrari en ég hafði hugsað mér, um 5000 kall stykkið, en ég hugsaði ,,nei, fjandinn hafi það, nú skal ég vera soldið impúlsívur" og ég skellti mér á helvítið. Svo bar ég hana alla leið heim á Klapparstíginn. Ég stoppaði oft á leiðinni og hló með sjálfum mér. ,,Ég er nú meiri geðsjúklingurinn" hugsaði ég og hló aðeins meira. Og nú er ég búinn að taka utan af henni og koma henni fyrir. Meira að segja búinn að rífa miðann af. Þetta verður ekki aftur tekið úr þessu. Ég er með vissar efasemdir, hún passar alveg og þetta er nákvæmlega það sem ég var að pæla fyrir þennan blett, en ég veit það samt ekki...jú, ætli ég geti ekki átt hana lengi, hún er úr mjög sterku efni. Kannski get ég komið henni í verð seinna ef ég skipti um skoðun. Og hey, þetta er að minnsta kosti góð saga. Það verður ekki metið til fjár.
Athugasemdir
Þetta er ekki bara góð saga, þetta er FRÁBÆR saga. Þú ert fyndinn hehehe lol.
Vertu nú góður við Evulinginn.
Vilborg Ólafsdóttir, 11.7.2008 kl. 09:18
djöfull ertu flippaður
verður að passa þig að flippa ekki út!
katrín atladóttir, 11.7.2008 kl. 12:22
Ég keypi mér mottu í vetur í IKEA. Ég fór með hana heim, niður í miðbæ úr Hafnarfirði, í strætó. Ég þurfti að taka tvo strætóa. Það var góður dagur. Ég keypti mér líka vídjókameru þann dag í B.T. í Hafnarfirði á meðan ég var að bíða eftir strætó. Vinur minn kom með kameruna til mín hingað á Hellu um daginn. Hann tók upp myndband af mér meðan ég velti mér nakinn upp úr dögginni á Jónsmessunótt.
Gunni (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.