6.4.2008 | 23:29
Frelsi
Á dögunum varð loks að því að við, íbúarnir í þessu húsi, fengum internettengingu. Ji, hvað maður er frjáls, sögðu konurnar sem búa með mér við þegar þær sátu við eldhúsborðið, rétt eins og þær væru persónur í sögu eftir Svövu Jakobs, og sátu síðan við tölvuna alla helgina með krippu að lesa kostulegar fréttir af siðblindu og veruleikafirrtu fólki í Bandaríkjunum.
Ég er ekki jafn heppinn því tölvan mín er eitthvað biluð. Ég held að það sé kominn tími til að ég fái mér nýja til að fá hlutdeild af þessari hamingjunni.
Athugasemdir
Þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur borðað boost með skeið og verið á netinu í eigin mac tölvu á nærfötunum við eldhúsborðið.
Heyrðu, Paul McCartney er bara með þrjár í takinu. Þetta fólk er svo brjálað.
Vilborg Ólafsdóttir, 8.4.2008 kl. 14:03
Ræðan sem þú hélst í gærkvöldi var svo fyndin að ég held ég hafi brotið rifbein. Takk kærlega Mr. Funny Bones. Þú verður að fara að tempra fyndni þína, þetta er orðið hættulegt.
Heiðar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.