Frelsi

Á dögunum varð loks að því að við, íbúarnir í þessu húsi, fengum internettengingu. Ji, hvað maður er frjáls, sögðu konurnar sem búa með mér við þegar þær sátu við eldhúsborðið, rétt eins og þær væru persónur í sögu eftir Svövu Jakobs, og sátu síðan við tölvuna alla helgina með krippu að lesa kostulegar fréttir af siðblindu og veruleikafirrtu fólki í Bandaríkjunum.

Ég er ekki jafn heppinn því tölvan mín er eitthvað biluð. Ég held að það sé kominn tími til að ég fái mér nýja til að fá hlutdeild af þessari hamingjunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur borðað boost með skeið og verið á netinu í eigin mac tölvu á nærfötunum við eldhúsborðið.

Heyrðu, Paul McCartney er bara með þrjár í takinu. Þetta fólk er svo brjálað.

Vilborg Ólafsdóttir, 8.4.2008 kl. 14:03

2 identicon

Ræðan sem þú hélst í gærkvöldi var svo fyndin að ég held ég hafi brotið rifbein. Takk kærlega Mr. Funny Bones. Þú verður að fara að tempra fyndni þína, þetta er orðið hættulegt.

Heiðar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband