Í lagi

Þetta á að vera stutt bloggfærsla.

Í fyrsta lagi vil ég þakka fyrir alla sem sendu mér með einum eða öðrum hætti afmæliskveðjur á fimmtudaginn. Það þótti mér vænt um. Takk.

Í öðru lagi vil ég biðja þá sem hafa átt afmæli nýlega en ekki fengið neina afmæliskveðju frá mér senda vil ég biðjast afsökunar. Mér þykir það leitt. Fyrirgefið þið.

Í þriðja lagi vil ég deila því með ykkur að í nótt, í fyrsta skiptið dreymdi mig heilan draum (ef svo undarlega er hægt að komast að orði) á Þýsku. Þetta þykir mér mikilvægt skref, þó svo að þetta hafi borið við næst síðustu nóttina mína á meginlandinu. Mig hafði reyndar áður dreymt að ég talaði Þýsku í stutta stund, ég var staddur á neðanjarðarlestarstöð í Berlín og var vænissjúkur vegna þess að ég hafði ekki keypt mér miða í lestina, en það er iðulega háttur minn í þeirri borg. Þýðverskur maður í heimatilbúnum kjúklingabúning gaf sig á tal við mig og ég hikaði við að svara honum á hans tungu því ég óttaðist að miðavörður væri nálægur.

Draumurinn sem mig dreymdi í nótt tengdist þessum draum ekki neitt, nema ef vera skyldi að holdtækur líkami minn, sá sem svaf og dreymdi, var staddur í Brussel og hafði vegna skorts á miðavörðum tekið upp fyrri siði og ekki sett krónu í miðasöluvélar (með tilheyrandi vænissýki). Í draumnum varð sem sagt ekkert hik á tali mínu. Ég gekk um ganga skólans hér í Giessen og ræddi við fólk sem á vegi mínum varð og viðraði það vandamál að yfirvofandi heimferðð mín aftraði mér frá því að framkvæmda gegnumgangandi skrifstofugjörning næstu vikur. Að lokum réði ég í stöðuna fráfarandi skólabróður minn sem ég kann vel við og vorum við báðir tiltölulega sáttir.

Í fjórða lagi verð ég enn kominn með nýtt heimilisfang upp úr hádegi á morgun. Analógískur póstur ætlaður mér skal hér eftir sendur á Klapparstíg 12, 101 Reykjavík.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

neibör

katrín (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:17

2 identicon

ef þú ert kominn heim þætti mér vænt um ef þú fengir þér bolla með mér við tækifæri.

menn í minni stöðu gera allt hvað þeir geta til að melda sig við snillingana í kringum sig.

víkingur (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:57

3 identicon

já, og til hamingju með afmælið um daginn.

víkingur (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband