12.2.2008 | 22:12
Die Behörde
Þar sem ég yfirgef bæinn í fyrramálið (og á aðeins afturkvæmd um eina nótt meðan ég bíð eftir flugvél) má gera ráð fyrir að performans minn í síðustu viku sé sá síðasti sem ég stend fyrir í Giessen þangað til annað kemur í ljós. Bar hann yfirskriftina - eins og þessi færsla - ,,Behörde" og var byggður á reynslu mína af innflutningsskrásetningunni við komuna mína hingað til lands í haust, en ferli það þótti mér fram úr hófi viðamikið eins og fram hefur komið í bloggi.
Hafði ég hug á að lýsa gjörningnum hér en nenni því ekki eins og stendur. (Í Þýsku, rétt eins og í mörgum öðrum málum, er áþreyfanlegur skortur á sögn sem dekkar hugsunina að nenna, hvað þá að nenna ekki.)
Læt nægja að birta örfáar myndir svo ég sé byrjaður.
Athugasemdir
ég fæ góðan skammt af borgaralegu kaþarsis bara við það að sjá þennan kassa.
Karl Ágúst Þorbergsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:56
Þið eruð kassapervertar, báðir tveir.
Vilborg Ólafsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:02
Skrifborð og kassi...
ég er orðinn var við smá stöðnun....
Til hamingju með afmælið....
Hannes Óli (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:33
Hei já vóvóvó, til hamingju með afmælið litli Valentínusarbollustrákur. Þú ert enginn kassapervert, þú ert dúllurassgatskrúttikleina. Eigðu frábæran dag!
Vilborg Ólafsdóttir, 14.2.2008 kl. 17:08
Hei.... áttu afmæli í dag.....til hamingju með daginn og takk fyrir í gær, það var sko gaman að hitta þig:-) Góða gleði í Brussel og góða ferð aftur til Íslands..afmælisknús
dansaradruslan, 15.2.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.