13/12 2007: Nýtt heimilisfang

Ég ætlaði rétt sem skjótast að minna á, ef svo fáránlega vildi að einhverjum flygi þaðð til hugar að hafa fyrir því að setjast niður og krota með penna á blað til að senda mér í pósti eins og einhvers konar fornmaður með gangverksúr og karllægt gildismat, þá er ég fluttur af stúdentaheimilinu og bý núna í indælu (en tómlegu) 20 fermetra herbergi miðsvæðis í þessu annars ágæta bæ inni í miðjum hjara veraldar. Nýja heimilisfangið mitt hljóðar svo:

Steinstrasse 38
35390 Giessen
Deutschland

Hér mun ég dveljast þangað til ég flyst aftur heim í febrúar nema himinn og haf bráðni saman. Ef það skyldi vera yfirvofandi, og einhver vildi tryggja sem skjótast að ég vissi af því er einnig mögulegt að hringja í mig í eftirfarandi númer:

+49 15206403258.

Þeim sem er eða verða staddir á Íslandi og myndu vilja, af einhverjum afbrigðilegum ástæðum heldur hitta á mig í eigin persónu, er bent á að ég er væntanlegur til Íslands eftir rúma viku. Ég er svo væntanlegur út aftur rétt eftir áramót. Væntanlega er þetta nógu skýrt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband