10/11 2007: Mér skilst að Philatelie þýði frímerkjasafn

Ég fékk sent bréf frá þýsku póstþjónustunni sem hefst svo:

,,Weiden, þann 5. nóvember 2007

Mjög svo virðulegi póstþjónustu þegi,
vafalaust hafið þér með eftirvæntingu beðið eftir því - og nú er loksins komið að því:
Niðurstaða hinnar stóru ljósmyndasamkeppni Þýsku póstphílatílunar ,,Yðar blóm - yðar frímerki" liggur fyrir!

Hin opinbera fagdómnefnd hefur valið sigurmyndina úr þúsundum innsendum myndum. Blómafrímerki Þýskalands árið 2008 mun prýða hin undurfagra mynd ,,Hnappur" eftir Herra Marion Strasser frá Wiesbaden. Í meðfylgjandi bæklingi gefur að líta sigurmyndina."

Því næst er viðtakendum bréfsins kynnt tilboð á að fá send heim 13 fallegustu blómafrímerki síðustu ára gegn viðráðanlegri upphæð. Pósturinn gefur viðskiptavinum sínum þetta tækifæri sem þakklætisvott fyrir gríðalegan áhuga á keppnnni. Þá er farið nokkrum orðum um mikilvægi þess að skreyta frímerki á sem persónulegastan máta, t.d. með mótívum tengdum pólitík, íþróttum, viðskiptum, list og menningu:

,,...og af því erum við stollt. Hvert frímerki segir spennandi sögu" 

Undir bréfið skrifar framkvæmdastjóri Hins þýska frímerkjasafns, Jörg Meissner.


Hér gefur að líta sigurvegarann Herra Mario Strasser með sigurmyndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband