3/11 2007: Klipping

Gamla klippingin.


Ég afrekaði ekki mikið í dag. Ég hafði svo sem ekki áhuga á því. Ég lýg því, á tímabili var ég hvalinn af sársauka yfir að vera ekki að afkasta neitt, að hafa engu afkastað eða að vera ekki um það bil að vera að afkasta einhverju. Eftir hádegismat drakk ég einn kaffibolla á Dach Café, kaffihúsi sem staðsett er á 13. hæð í íbúðablokkk tiltölulega miðsvæðis í Giessen. Mig grunaði að það yrði litið tortryggilegum augum að innbyrða ekkert annað en 1/5 lítra af kaffi, eins og raunar fábreytni afgreiðslufólksins í minn garð sannaði. Síðan fór ég í klippingu til að það sæist að ég hefði eitthvað aðhafst. Ég hef verið margoft spurður "Was für ein Frisur" eins og breytingin sé til óskapnaðar, en mig gruna, eftir á að hyggja, að óbeislað faxið hafi minnt Þjóðverjana á íslenska hestinn sem er einkar vinsæll hér um slóðir. Svo gætu þau hafa verið að segja "Warst du beim Frisur" en ég veit svo sem aldrei um hvað þessir helvítis Þjóðverjar eru að tala.


Nýja klippingin.

Freinarsson

scan0001

Freinarsson bloggar á:

www.freinarsson.bloggar.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband