Mitt líf.

Í nýju tölvunni má gera alls kyns brellur. Til að mynda er hægt að ræsa hana og komast á tölvupóstinn á innan við mínútu. Það eru töl(v)uverð viðbrigði fyrir mig því á gömlu tölvunni tók oft 15 - 20 mínútur að framkvæma sömu aðgerð. Hvað ætlarðu að gera við gömlu tölvuna? spurði Vilborg og ég sagðist ætla nota hana til að gúggla hvar Hewlet og Packard búa, athuga hvort þeir séu enn á lífi og ef svo er þá ætla ég að fara til þeirra og berja þá til dauða með gömlu tölvunni.

Í nýju tölvunni er líka hægt að láta taka af sér myndir og það hef ég nú þegar gert.

Photo 7

 Í fljótu bragði mætti ætla að ég sé skýjum ofar þegar þessi mynd er tekin. Svo er alls ekki. Þetta er svona bakgrunnur sem er í forritinu. Ég er alls ekki skýjum ofar heldur heima hjá mér í stofunni að horfa á myndbandsupptöku af þýsri uppfærslu á Þremur systrum.

 

 

 

 

Photo 8

 Eins mætti halda að á þessari mynd sé ég staddur neðansjávar. Aldeilis ekki. Hér er um að ræða sjónrænar brellur. Ég er eftir sem áður með báða fætur á jörðinni.

 

 

 

 

 

Maður verður að vinna til að lifa, segir einhver persónan í Þremur systrum og eftir að hafa varið hartnær viku í aðgerðarleysi fer ég að hallast að því að það sé satt. En ég ætti svo sem ekki að kvarta; Anna Karenina les sig ekki sjálf og einhver verður verður að taka til á svölunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman væri að vita hvurs lags týpa þessi gripur er, ekki er þetta Makkbók?

Karl Ágúst Þorbergsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: katrín atladóttir

til hamingju með útskriftina vinur

velkominn þröngan hóp okkar sem eigum tvær háskólagráður

og til hamingju með nýju tölvuna, nú eigum við nááákvæmlega jafnmargar háskólagráður og nááákvæmlega eins tölvu! 

katrín atladóttir, 6.6.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Friðgeir Einarsson

Það er rétt hjá þér. Ég er með tvær háskólagráður.

Og takk kærlega fyrir útskriftargjöfina.

Einhvern veginn finnst mér samt líklegra að þú eigir dýrari týpu af tölvu en ég. Ég keypti bara ódýrustu týpu af Makkbók.

Friðgeir Einarsson, 6.6.2008 kl. 11:30

4 Smámynd: katrín atladóttir

ég líka, ég er svo minimalísk friðgeir

og verði þér að góðu 

katrín atladóttir, 6.6.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: Brynja Björnsdóttir

oh ég er svo hamingjusöm að þú skildir hafa fengið þér makkintosh, þær eru engu líkar, við skulum hittast með okkar tölvur og bluetootha einhverju á milli og hlæja.

Annars er ég enn í áfalli yfir óvæntum hittingi í Árbæ áðan, þetta var mjög undarlegt

Brynja Björnsdóttir, 10.6.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband